Unglingaflokkur byrjaði vertíð sína með leik gegn Njarðvík. Þetta var hálffurðulegur leikur og er óhætt að segja að dómararnir hafi verið í stóru hlutverki þar sem dæmdar voru heilar 37 villur á KFÍ og vorum við snemma í villuvandræðum. Þeir gerðu þó ekki útslagið því Njarðvík er með mjög gott lið og unnu öruggan sigur. Lokatölur 90-69.
Það er margt jákvætt hjá drengjunum og byggjum við á þessum leik. Muna þarf að þetta er fyrsti leikur strákanna í vetur og munu þeir standa sig mjög vel, svo mikð er víst. Kristján Pétur Andrésson var stigahæstur hjá okkur með 21 stig og Hlynur Hreinsson var með 10. Annars dreyfðust stigin mjög jafnt á drengina.
Deila