Craig í baráttunni við Stjörnumenn / Mynd: Ingvi Stígsson
Einbeitingaleysi í vörninni varð okkur að falli gegn Stjörnunni í kvöld, lokatölur 83-75 (39-33). Við sýndum ágætis rispur en það er ekki nóg. Stjarnan náði mest 19 stiga forskoti gegn okkur og það er ekki gott. Nú er að duga eða drepast gegn Hamri hér heima 10 febrúar, en það má segja að það sé síðasta tækifæri okkar að halda okkur í deildinni.
En ef að því takmarki á að ná þurfa menn að vinna meira saman í vörn og sókn. Við fáum frekari fréttir á morgun. Skástir í kvöld voru Darco, Craig og Rich. Aðrir voru í skógarferð og eru vinsamlegast beðnir að skila sér fyrir næsta leik.