Við mættum til leiks í Borgarnes í kvöld og má segja að ryðgaðir drengir hafi tapað fyrir glaðbeittum fjósamönnum sem voru einfaldlega betri en við. Lokatölur 89-73, en við skulum samt muna að þetta er fyrsti leikur okkar þetta tímabilið með gjörbreytt lið mínus orkuboltann Kristján Pétur sem er að ná sér eftir uppskurð. Ljósi punktur kvöldsins var Gummi Gumm sem sýndi flotta takta ásamt Mirko Stefáni.
Þetta er byrjun en enginn endir og við öskrum okkur saman næstu vikuna. Næsti leikur okkar er gegn Stjörnunni og síðan endum við helgina með leik gegn Borce og hans lærisveinum á sunnudag.
Áfram KFÍ
Deila