Körfuknattleiksdeild Vestra uppskar ríkulega um nýliðna helgi og landaði sigrum í öllum þremur heimaleikjum helgarinnar. Leikirnir fóru fram á nýja gólfiinu á Torfnesi í Musterinu í Bolungarvík. Meistaraflokkur karla tók á móti ÍA í tveimur leikjum í 1. deild á laugardag og sunnudag og „Flaggskipið“, B-lið Vestra, tók á móti Körfuknattleiksfélagi Fjarðabyggðar í Bolungarvík á sunnudag í 3. deild. Í myndahólfinu hér til hægri má sjá nokkrar svipmyndir frá liðinni helgi.
Nokkur seinkun var á laugardagsleik meistaraflokks enda dagskráin þétt í húsinu þessa fyrstu helgi sem það var í notkun. Seinkunin breytti þó engu máli og leikmenn mættu ákveðnir til leiks. Vestri leiddi megnið af leiknum og spilaði liðið heilt yfir mjög vel þótt Skagamenn hleyptum þeim aldrei langt undan. Afar ánægulegt var að Yngvi þjálfari náði að spila á öllum 10 leikmönnunum sem voru í hópnum og skiluð allir góðri framistöðu. Sterkur sigur 96-71. Nánri upplýsingar um tölfræði má nálgast á vef KKÍ.
Seinni leikurinn fór fram á sunnudag og mættu Skagamenn mjög vel stemmdir í hann. Leikurinn var jafn og spennandi og greinilegt að gestirnir ætluðu að stela sigri. En Vestramenn héldu ró sinni, spiluðu sinn leik og gerðu skynsamlegar breytingar á varnarleiknum í fjórða leikhluta sem skilaði að lokum nokkuð öruggum sigri 93-80. Það var sérlega ánægjulegt að þrír ungir og efnilegir leikmenn Vestra, þeir Egill Fjölnisson og Hilmir og Hugi Hallgrímssynir fengu að spreyta sig í leiknum en þeir voru einnig í hóp í fyrsta leik ársins gegn Hamri þann 5. janúar síðatliðinn. Þá má geta þess að Hugi opnaði formlega stigareikning sinn í meistaraflokki þegar hann skoraði á vítalínunni undir lok leiks. Ítarlega tölfræði leiksins má nálgast á vef KKÍ.
Dagskrá sunnudagsins var þó ekki lokið hjá tveimur leikmönnum, þjálfara og stjórnarfólki því strax að leik loknum hófst athöfn í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði þar sem Íþróttamaður Ísafjarðarbæja var útnefndur. Liðsfélagarnir Hilmir Hallgrímsson og Nebojsa Knezevic voru tilnefndir af Körfuknattleiksdeild Vestra og tóku á móti viðurkenningum og samfögnuðu með skíðakappanum Alberti Jónssyni, sem hlaut titilinn Íþróttamaður ársins, Þórði Gunnari Hafþórssyni, sem hlaut titilinn efnilegasti íþróttamaðurinn og Hörpu Grímsdóttur sem hlaut Hvantingarverðlaun fyrir öflugt starf í þágu blakíþróttarinnar á Ísafirði.
Eins og áður kom fram sigldi „Flaggskipið“ seglum þöndum í Bolungarvík á sunnudagsmorguninn þegar liðið lagði að velli Fjarðabyggð í skemmtilegum leik. Leikgleði og glæsileg tilþrif einkenndu leikinn og greinilegt er að liðið hefur aftur fengið byr í seglin eftir örlítitla lognmollu í síðustu umferð.
Þetta var því sannkölluð uppskeruhelgi hjá Körfuknattleiksdeild Vestra. Með sigrunum tveimur gegn ÍA situr Vestri nú í 2.-4. sæti 1. deildar með 22 stig líkt og Breiðablik og Hamar. Á föstudaginn kemur mætir topplið deildarinnar, Skallagrímur, svo í heimsókn á Jakann. Þar verður á ferðinni sannkallaður toppbaráttuleikur sem við segjum nánar frá síðar í vikunni.
Áfram Vestri!
Deila