Vestri á þrjá fulltrúa í æfingahópum yngri landsliða í körfubolta sem koma saman á milli jóla og nýjárs. Bræðurnir Hilmir og Hugi Hallgrímssynir eru í æfingahópi U18 drengja og Gréta Proppé Hjaltadóttir er í æfingahópi U16 stúlkna. Öll tóku þau þátt í landsliðsverkefnum sinna aldurshópa síðastliðið sumar. Þess má líka geta að Helena Haraldsdóttir, sem er alin upp í Vestra en skipti yfir í KR nú í haust, á einnig sæti í U18 landsliði stúlkna.
Við óskum þessum Vestrakrökkum innilega til hamingju með árangurinn og góðs gengis á æfingunum á milli hátíðanna.
Deila