Vestri á þrjá leikmenn í U16 og U18 landsliðshópum Íslands í körfuknattleik, sem tilkynnt var um nú í morgun. Gréta Proppé Hjaltadóttir var valin í U16 landslið stúlkna og bræðurnir Hilmir og Hugi Hallgrímssynir í U18 landslið drengja. Einnig má geta þess að Helena Haraldsdóttir, sem færði sig yfir í KR í haust úr Vestra, er í U18 liði stúlkna.
Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með árangurinn og góðs gengis í verkefnunum framundan.
Í lok mars verður svo tilkynnt um loka 12 manna liðin fyrir verkefni sumarsins en leikmennirnir sem voru valdir í morgun verða þó hluti af landsliðshópunum í sumar og æfa með liðunum. Fyrstu verkefni landsliðanna er Norðurlandamót í Kisakallio í Finnlandi dagana 25.-29. júní. Evrópumót U16 landliðs kvenna fer svo fram dagana 17.-26. júlí í Sarajevo í Bosníu og U18 landslið drengja leikur í Oradea í Rúmeníu dagana 24. júlí til 2. ágúst.
Deila