Um helgina fer fram fjölliðamót Íslandsmótsins í 10. flokki stúlkna í körfubolta. Vestrastelpur mæta Hamri/Hrunamönnum, Haukum og Val. Mótið fer að mestu leyti fram í Bolungarvík utan fyrsti leikur Vestra sem fram fer á Torfnesi á morgun laugardag kl. 16:45 gegn Haukum.
Við hvetjum alla til að koma við í íþróttahúsinu í Bolungarvík og á Torfnesi til að hvetja stelpurnar áfram.
Leikir liðsins eru sem hér segir:
Laugardagur, Torfnes:
Vestri – Haukar kl. 16:45
Sunnudagur, Bolungarvík:
Vestri – Hamar/Hrunamenn kl. 10:15
Vestri – Valur kl. 12:45
Deila