Okkar fyrrverandi þjálfari Tony Garbalotto sem mun þjálfa og kenna við æfingabúðirnar núna í júní var á dögunum valinn þjálfari ársins í BBL deildinni Englandi. Hann gerði sér litið fyrir og vann tvöfalt bæði bikar og deild og má rekja þetta til vatnsins hér þar sem Hrafn Kristjánsson gerði það sama hér heima á fróni.
Þessu er Tony vel að kominn, lið hans Mersey Tigers unnu 39 leiki en töpuðu aðeins 9. Hann er frábær þjálfari og sýndi það hér hjá KFÍ að hann ætti bjarta framtíð fyrir sér í starfi. Þetta er enn einn gæðastimpillinn á æfingaúðirnar okkar þar sem hann mun bæði þjálfa og halda fyrirlestur fyrir þjálfara.
Deila