Fréttir

Tvær vikur í Körfuboltabúðir - dagskráin komin í loftið

Körfubolti | 19.05.2015

Nú eru bara tvær vikur í körfuboltabúðir KFÍ en þær verða settar í íþróttahúsinu á Torfnesi þriðjudaginn 2. júní kl. 20:00.  Móttaka þátttakenda hefst kl. 18:00 á sama stað. Við hjá KFÍ hlökkum mikið til að taka á móti hressum körfuboltakrökkum héðan og þaðan af landinu. Í dag fór dagskrá búðanna í loftið og það stefnir allt í frábærar körfuboltabúðir!

 

Í körfuboltabúðunum er nú sem áður boðið upp á frábært þjálfarateymi. Yfirþjálfari í ár er Borce Ilievski nýráðinn yfirþjálfari yngri flokka ÍR. Með honum í þjálfarateyminu eru:

  • Natasa Andjelic, fyrrverandi atvinnumaður í körfubolta og Evrópumeistari með Dynamo Moskow 2007.
  • Arturo Alvarez, þjálfari Palmeiras í Brasilíu og þjálfari landsliðs Paragvæ.
  • Andri Þór Kristinsson, þjálfari mfl. kvenna hjá Haukum  og aðstoðarþjálfari U-20 ára kvennalandsliðs Íslands.
  • Árni Þór Hilmanrsson, hefur þjálfað Hrunamenn, HSK og Selfoss.
  • Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari Þórs, Þorlákshöfn og nýráðinn þjálfari Þórs á Akureyri.
  • Lárus Jónsson, fyrrverandi landsliðsmaður, yfirþjálfari Hamars og styrktarþjálfari hjá karlalandsliði Íslands.
  • Pétur Sigurðsson, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Fjölni og yngriflokka þjálfari, fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands.

Enn eru nokkur pláss laus og er hægt að skrá sig hér. Sjáumst í Körfuboltabúðunum 2015!

Deila