Nú eru bara tvær vikur í körfuboltabúðir KFÍ en þær verða settar í íþróttahúsinu á Torfnesi þriðjudaginn 2. júní kl. 20:00. Móttaka þátttakenda hefst kl. 18:00 á sama stað. Við hjá KFÍ hlökkum mikið til að taka á móti hressum körfuboltakrökkum héðan og þaðan af landinu. Í dag fór dagskrá búðanna í loftið og það stefnir allt í frábærar körfuboltabúðir!
Í körfuboltabúðunum er nú sem áður boðið upp á frábært þjálfarateymi. Yfirþjálfari í ár er Borce Ilievski nýráðinn yfirþjálfari yngri flokka ÍR. Með honum í þjálfarateyminu eru:
Enn eru nokkur pláss laus og er hægt að skrá sig hér. Sjáumst í Körfuboltabúðunum 2015!
Deila