Það verður nóg að gera hjá mfl.kvenna um helgina en stelpurnar frá Þór frá Akureyri koam hingað og spila hér tvo leiki. Þetta er góður tími til að sjá stelpurnar okkar í gírnum, en eins og flestir vita var Eva Margrét kosin íþróttamaður Ísafjarðarbæjar um s.l. helgi og verður í eldlínunni ásamt hinum frábæru liðsfélögum sínum. Ef stelpurnar taka þessa tvo leiki fara þær upp í annað sæti 1.deildar og þær stefna þangað.
Það er því mikilvægt að fá stuðning ykkar. Mætið á Jakann og öskrið stelpurnar áfram.
Fyrri leikurinn er á laugardaginn og hefst kl. 16.00 og seinni leikruinn er síðan í hádeginu á sunnudag og hefst kl.12.00.
Áfram KFÍ
Deila