Fréttir

Tveir nýir leikmenn til liðs við Vestra

Körfubolti | 26.10.2016
Hörður Helgi Hreiðarsson í leiknum gegn FSu fyrr í mánuðinum. Ljósmynd: Jóhannes Eiríksson.
Hörður Helgi Hreiðarsson í leiknum gegn FSu fyrr í mánuðinum. Ljósmynd: Jóhannes Eiríksson.

Nýverið gengu tveir nýir leikmenn til liðs við meistaraflokk karla í körfubolta. Þetta eru þeir Hörður Helgi Hreiðarsson og Þór Kristjánsson.

Eins og glöggir áhangendur Vestra hafa vafalaust tekið eftir lék Hörður Helgi Hreiðarsson með liðinu á útivelli gegn FSu á dögunum og skoraði 12 stig. Hörður Helgi kemur frá KV en hann lék með félaginu í 2. deild á síðasta tímabili. Hörður Helgi á að baki langan feril í úrvalsdeild og 1. deild með Val, Skallagrími og KR en með þeim síðastnefndu vann hann tvo titla tímabilið 2014-2015. Hörður Helgi er búsettur í Reykjavík en mun leika með Vestra eftir föngu.

Þá gekk Þór Kristjánsson einnig til liðs við Vestra á dögunum. Þór lék með KR í yngri flokkum en lék einnig með Lake Travis skólanum í Bandaríkjunum. Þór er sjómaður í Bolungarvík og mun æfa og keppa með liðinu eftir föngum.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Vestra býður þá Hörð og Þór velkomna í hópinn.

Deila