Sigursælir þessa helgina.
Gautur nýtti vítin vel.
Hákon tók sitt pláss undir körfunni.
Bolvísku fóstbræðurnir Guðmundur og Óskar neita Valsmanni um auðvelda körfu. Að sjálfsögðu var dæmd villa!
Varnarlaus!
Strákarnir burjuðu leikinn af krafti og Sigmundur gaf tóninn með tveim körfum snemma og Óskar og Hákon bættu í og staðan eftir fyrsta leikhluta 12-3.
Í öðrum leikhluta voru það "tvíburarnir" frá Bolungarvík sem settur á svið smá "show" og settu þeir 15 stig og Ingvar bætti við þrist og í hálfleik var staðan orðin 31-18 og vörnin hjá okkar drengjum til mikillar fyrirmyndar.
Í þriðja leikhluta Voru það Gautur, Andri, Gummi og Simmi sem héldu dampinum í stigaskorinu, en vörnin var og er okkar vörumerki og það sáust góð tilþrif eins og tvö "monster" varin skot hjá Gaut og nokkrum þjófnuðum hjá Sigmund og Gumma. Og staðan að loknum þriðja orðin 54-34.
Í fjórða slökuðum við aðeins á, en þó ekkert til að gráta yfir og unnum leikinn örugglega 69-50. Vörnin var sm áður sagði mjög góð og gerði leikinn auðveldari fyrir vikið :)
Stigaskor.