Þau Eva Kristjánsdóttir og Haukur Hreinsson frá KFÍ hafa bæði verið valin í æfingahóp unglingalandsliðs Íslands og er Eva fyrir sunnan á æfingum, en Haukur mun vera á æfingum eftir jólin frá 28-30 desember. Þetta er mikil viðurkenning fyrir þessa ungu og efnilegu krakka og sendum við þeim hlýja strauma að Vestan.
Eva og Haukur eru bæði við æfingar með U-15 ára hóp Íslands og er þetta mikil viðurkenning fyrir þau og félagið og er mikil hvatning fyrir aðra að æfa og æfa meira og þá er allt hægt.
Áfram KFÍ
Deila