Fréttir

Tvíhöfði gegn Skagamönnum á föstudag

Körfubolti | 26.01.2016
Úr fyrri leik liðanna í nóvember á Skaganum. Ljósmynd: Facebook síða Körfuknattleiksfélags Akraness.
Úr fyrri leik liðanna í nóvember á Skaganum. Ljósmynd: Facebook síða Körfuknattleiksfélags Akraness.
1 af 2

Föstudaginn 29. janúar verður sannkölluð körfuboltaveisla í íþróttahúsinu Torfnesi.  Klukkan 18:30 mætir KFÍ liði ÍA í 1. deild karla og strax að þeim leik loknum mætast B-lið beggja liða í 3. deild karla. Rétt er að árétt að 1. deildar leikurinn hefst fyrr en venjulega eða 18:30!

 

Leikir KFÍ og ÍA í 1. deildinni undanfarið hafa iðulega einkennst af spennu og baráttu og án efa verður slíkt upp á teningnum á föstudaginn. Skagamenn náðu að halda lífinu í von um sæti í úrslitakeppninni með sigri á Hamri í síðustu umferð. Í umferðinni á undan lenti þeir í basli með Reyni Sandgerði á heimavelli en höfðu þó sjö stiga sigur. KFÍ sýndi Reynismönnum hinsvegar enga miskun í síðustu umferð á útivelli og var ánægulegt að sjá að liðið keyrði af miklum krafti á botnliðið og vann öruggan 54 stiga sigur. Þessir tveir leikir segja þó auðvitað ekkert um leikinn á föstudag og því er mikilvægt að strákarnir fái góðan stuðning frá áhorfendum til að fylgja eftir góðum sigri í síðustu umferð.

 

Boðið verður upp á grillaða hamborgara fyrir leik á 1.000 kr. og sjoppa Barna- og unglingaráðs verður að sjálfsögðu opin.

 

Leikurinn verður sem fyrr í beinni útsendingu á Jakinn-TV.

 

Strax eftir leikinn í 1. deild mætast svo KFÍ-B og ÍA-B í 3. deild karla. KFÍ situr í öðru sæti deildarinnar sem stendur og  stefnir að sjálfsögðu á sigur í deildinni! B-lið ÍA hefur ekki átt eins góðu gengi að fagna í vetur og aðeins sigrað einn leik. Það er þó ljóst að Skagamenn eru sýnd veiði en ekki gefin enda þekktir fyrir baráttu.

 

Áfram KFÍ!

Deila