Vestri mætir Fjölni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum 1. deildar karla í körfubolta á heimavelli, í kvöld þriðjudaginn 26. mars kl. 19:15. Leikurinn átti að fara fram í gærkvöldi en þar sem flug féll niður síðdegis þurfti að fresta um sólarhring. Fjölnismenn og dómarar koma akandi í dag og því er tryggt að leikurinn fer fram.
Þetta er annar leikur liðanna í undanúrslitum en til að komast áfram í úrslit þarf annað liðið að vinna þrjá leiki. Fjölnismenn unnu fyrstu viðureign liðanna á sínum heimavelli í síðustu viku og hafa því yfirhöndina. Vestri þarf á sigri að halda í kvöld til að jafna metin. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er Nebojsa Knezevic í leikbanni og því verður á brattann að sækja fyrir strákana. Þeir eru þó staðráðnir í að láta það ekki á sig fá og munu gefa allt í leikinn í kvöld. Við treystum því á stuðning áhorfenda til að landa sigri. Næst mætast liðin svo í Dalhúsum Reykjavík fimmtudaginn 28. mars kl. 18:00.
Sæti í úrvalsdeild er í húfi! Við vonumst til að sjá sem flesta á Jakanum.
Fyrir leik verður kveikt upp í grillinu og hamborgara á boðstólnum fyrir litlar 1.000 kr. ásamt gosi.
Leikurinn verður að sjálfsögðu sýndur í beinni útsendingu á Jakinn TV.
Áfram Vestri!
Deila