Fréttir

Unglingaflokkur spilar tvo heimaleiki

Körfubolti | 23.03.2017
Hinrik Guðbjartsson og félagar í unglingaflokki verða í eldlínunni um helgina. Hinrik var á dögunum valinn besti og efnilegasti leikmaður meistaraflokks tímabilið 2016-2017.
Hinrik Guðbjartsson og félagar í unglingaflokki verða í eldlínunni um helgina. Hinrik var á dögunum valinn besti og efnilegasti leikmaður meistaraflokks tímabilið 2016-2017.

Þótt keppnistímabili meistaraflokks karla í körfubolta sé lokið er unglingaflokkur enn að í Íslandsmótinu. Unglingaflokkur er skipaður leikmönnum 21 árs og yngri og eru það því að stórum hluta meistaraflokksleikmenn sem skipa liðið. Um helgina leikur flokkurinn tvo heimaleiki. Á laugardag mæta Þórsarar frá Akureyri og fer leikurinn fram kl. 18:30. Á sunnudag mæta Snæfellingar til leiks og fer sá leikur fram kl. 16:00.

Við hvetjum alla körfuboltaáhugamenn til að mæta á Jakann og styðja strákana. Áfram Vestri!

Deila