Það voru röskir drengir sem mættu í grenjandi rigningu snemma í morgun og hófust handa við að leggja ljósleiðara á Jakann. Þarna var Jakob Einar frá hans fyrirtæki. Sturla Stígs og Björn Davíðsson frá Snerpu og feðgarnir Gaui og Gautur, en þeir Jakob Einar, Stulli, Gaui og Gautur eru einmitt á bak við KFÍ-TV. Allt er þetta gert í sjálfboðavinnu og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Og þetta væri ekki mögulegt nema vegna mikils velvilja Gröfuþjónustu Jakobs Einars og Snerpu.
Það verður gaman að sjá leikinn gegn Hamri á næstu helgi í toppgæðum með toppfólki í toppskapi.
Deila