Fréttir

Uppskeruhátíð Krílakörfunnar

Körfubolti | 18.04.2019
Krakkarnir með Dagnýju og Dagbjörtu eftir afhendingu viðurkenningarskjalanna.
Krakkarnir með Dagnýju og Dagbjörtu eftir afhendingu viðurkenningarskjalanna.
1 af 3

Í vikunni fór fram uppskeruhátíð Krílakörfu Vestra en það eru börn sem fædd eru 2013 og 2014. Á bilinu 10-15 krakkar hafa mætt samviskusamlega á æfingar í allan vetur undir stjórn Dagnýjar Finnbjörnsdóttur, þjálfara og Dagbjartar Óskar Jóhannsdóttur aðstoðarþjálfara.

Í Krílakörfunni er sérstök áhersla lögð á að skemmta sér og fara með boltann en ekki síst að læra að fara eftir fyrirmælum. Börnin hafa öll tekið miklum framförum í vetur að sögn þeirra Dagnýjar og Dagbjartar. Hópurinn hefur tekið bætt sig mikið í boltatækni en einnig í þeim mikilvæga lið æfinganna að fylgja fyrirmælum þjálfaranna. Í lok uppskeruhátíðarinnar fengu allir krakkarnir viðurkenningarskjöl fyrir árangurinn í vetur með hvatningu um að æfa sig að drippla og skjóta í sumar.

Krakkarnir hafa æft einu sinni í viku í íþróttahúsinu við Austurveg á Ísafirði en á uppskeruhátíðinni var breytt út af vananum og æft á Tornfesi. Sérstakir gestir á æfingunni voru þeir Yngvi Gunnlaugsson, yfirþjálfari og Nemanja Knezevic, þjálfari og leikmaður Vestra. Þeir stýrðu m.a. einn á móti einum leik þar sem krakkarnir reyndu sig gegn miðherjanum Nemanja sem er hátt á þriðja metran á hæð!

Það verður gaman að fylgjast með þessum flottu krökkum í haust. Elsti hluti hópsin, krakkar fæddir 2013, flytja sig þá upp í æfingahóp 1.-2. bekks og gefst þá tækifæri á að taka þátt í sínu fyrsta körfuboltamóti en hefð er fyrir því að þessi hópur taki þátt í Nettómótinu í Reykjanesbæ ef kostur er á. Yngri árgangur hópsins fær svo það ábyrgðarfulla hlutverk að verða eldri árgangur Krílakörfunnar á komandi hausti.

Þær Dagný og Dagbjört voru kampakátar að lokinni uppskeruhátíðinni og hlakkar til að sjá þessa duglegu krakka aftur í haust.

Deila