Það var góð mætingin í uppskeruhátíð yngri flokka KFÍ s.l. föstudag og skein sól inni sem úti. Blandað var í lið og spiluðu eldri iðkendur okkar með þeim yngri og það sást á svip krakkann hve vel tókst þar, og sáust frábær tilþrif. Myndir eru komnar inn í myndaalbúm hér til vinstri og hér neðst á síðunni. KFÍ vill þakka Helga Sigmundssyni kærlega fyrir þær.
Veittar voru viðurkenningar og hér fyrirneðan eru þau sem hlutu þær:
Drengjaflokkur. Besti leikmaður Sævar Vignisson. Besta ástundun. Sigmundur Helgason. Mestu framfarir. Jóhann Friðriksson. Mikilvægasti liðsfélaginn. Guðni P. Guðnason
Stúlknaflokkur. Besti leikmaðurinn. Sunna Sturludóttir. Besta ástundun. Vera Óðinsdóttir. Mestu framfarir. Guðlaug Sigurðardóttir. Mikilvægasti liðsfélaginn. Marelle Maekalle.
9. Flokkur stúlkna. Besti leikmaðurinn. Eva Kristjánsdóttir Besta ástundun. Rósa Överby. Mestu framfarir. Lilja Júlíusdóttir. Mikilvægasti liðsfélaginn. Lilja Júlíusdóttir
9. Flokkur drengja. Besti leikmaðurinn. Haukur Hreinsson. Besta ástundun. Kjartan E. Guðnason. Mestu framfarir. Óskar Stefánsson. Mikilvægasti liðsfélaginn. Hákon Halldórsson
Úrvalslið KFÍ. Sævar Vignisson, Eva Kristjánsdóttir, Haukur Hreinsson, Jón K. Sævarsson, Lovísa Halldórsdóttir, Hermann Hermannsson, Sunna Sturludóttir, Leó Sigurðsson, Marelle Maekalle.
Minni bolti yngri, minni bolti yngri og mícróboltinn fengu öll viðurkenningarskjal. Þar er mikill fjöldi við æfingar og er mikill uppgangur hjá KFÍ.
Það er vert að þakka Bolvíkingum fyrir þeirra frábæra framlag til okkar með því að leyfa KFÍ að æfa þar með Bolvíkingum. Sérstakar þakkir fá Jónas Sigurgeirsson, Gunnar Hallson og frábært starfsfólk íþróttamiðstöðvarinnar Árborg.
Og að lokum viljum við þakka öllum sem gerðu þennan dag mögulegan. Það voru margar hendur einnig við vinnu að grilla, stjórna leikjum og taka þátt í að gera þennan dag góðann.
Deila