Fréttir

Uppskeruhátíð yngri flokka á laugardaginn

Körfubolti | 14.05.2014

Uppskeruhátíð yngri flokka KFÍ verður haldin með pompi og prakt í íþróttahúsinu Torfnesi á laugardaginn kemur, 17. maí. Hátíðin stendur frá 11-13 og er ætluð öllum iðkendum félagsins á aldrinum 4-18 ára, fjölskyldum þeirra og velunnurum félagsins. Veittar verða viðurkenningar, allir fá að spreyta sig á fjölbreyttum körfuboltastöðvum þar sem verðlaun verða í boði og hátíðinni lýkur síðan með veglegri grillveislu og ís í boði félagsins og styrktaraðila.

Mikil gróska hefur verið í starfsemi yngri flokka KFÍ í vetur, einkum í yngstu aldurshópunum og hefur stúlkum fjölgað verulega. Vetraræfingum lýkur senn en stefnt er að sumaræfingum tvisvar í viku fyrir 10 ára og eldri og hefjast þær í lok júní. Framundan eru einnig Körfuboltabúðir KFÍ, sem fram fara 3.-8. júní, en þær eru stærsta einstaka verkefnið sem félagið ræðst í á ári hverju og eru þær nú haldnar í sjötta sinn.

Deila