Fréttir

Uppskeruhátíð yngri flokka körfunnar

Körfubolti | 17.05.2018
Uppskeruhátíð yngri flokka Kkd. Vestra verður haldin í íþróttahúsinu Torfnesi í dag, fimmtudag.
Uppskeruhátíð yngri flokka Kkd. Vestra verður haldin í íþróttahúsinu Torfnesi í dag, fimmtudag.

Uppskeruhátíð yngri flokka Kkd. Vestra verður haldin í íþróttahúsinu Torfnesi í dag, fimmtudag, og hefst gleðin kl. 17. Allir yngri iðkendur og aðstandendur þeirra eru boðnir hjartanlega velkomnir en dagskráin verður með hefðbundnu sniði, veittar verða viðurkenningar, farið í leiki og slegið upp pylsuveislu.

Árangur allra yngri liða körfunnar hefur verið eftirtekarverður í vetur. Aldrei hafa fleiri lið deildarinnar tekið þátt í Íslandsmótum KKÍ og er skemmst frá því að segja að 10. flokkur drengja náði þeim árangri að vinna til silfurverðlauna á Íslandsmótinu um síðustu helgi. Einnig voru elstu stúlkur félagsins að gera góða hluti í vetur og voru í baráttu við efstu lið landsins.

Iðkendur Kkd. Vestra koma úr öllum byggðarlögum á norðanverðum Vestfjörðum ásamt Hólmavík, auk þess sem afar gott samstarf var við Skallagrím í Borgarnesi í 10. flokki drengja.

Með Uppskeruhátíðinni í dag lýkur vetrarstarfi yngri flokka formlega en æfingar eldri hópa halda þó áfram fram að Körfuboltabúðum Vestra sem fara fram 5.-10. júní n.k. Þær eru nú haldnar í tíunda sinn og hefur aðsókn aldrei verið meiri. Eftir búðirnar verður boðið upp á sumarnámskeið fyrir yngstu iðkendurna auk þess sem sumaræfingar eldri iðkenda eru á sínum stað. Sumardagskrá Kkd. Vestra verður auglýst nánar síðar.

Deila