Hin árlega uppskeruhátíð yngri flokka körfuknattleiksdeildar Vestra fer fram í íþróttahúsinu á Torfnesi á mánudag frá 17:30-19:30. Að venju verður slegið upp almennilegri pylsuveislu samhliða því sem þjálfarar veita öllum börnum viðurkenningarskjöl og gera veturinn stuttlega upp. Við hvetjum alla iðkendur körfunnar og aðstandendur þeirra til að fjölmenna og fagna saman eftir góðan körfuboltavetur.
Deila