Fyrsti leikurinn í úrslitakeppni 1. deilar karla í körfubolta fer fram í dag. Andstæðingur okkar í undanúrslitum er Fjölnir í Grafarvogi. Leikur kvöldsins fer fram á heimavelli Fjölnis, Íþróttamiðstöðinni Dalhúsum í Reykjavík kl. og hefst 18:00. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Fjölnir-TV eða á Facebook síðu Fjölnis.
Við hvetjum að sjálfsögðu alla Vestramenn á suðvestur horninu til að mæta í kvöld og styðja strákana.
Fyrsti heimaleikur viðureignarinnar er svo á mánudaginn kemur, 25. mars, á Jakanum og hefst leikurinn á hefðbundnum tíma kl. 19:15. Fyrir leik verður kveikt upp í grillinu og hinir ljúffengu Vestraborgarar á boðstólnum fyrir litlar 1.000 kr. með gosi.
Áfram Vestri!
Deila