Fréttir

Útileikir og einn heimaleikur um helgina

Körfubolti | 26.11.2015
Birgir Örn Birgisson og lærisveinar hans mæta Skallagrímsmönnum á morgun í
Birgir Örn Birgisson og lærisveinar hans mæta Skallagrímsmönnum á morgun í "Fjósinu".

Karlalið KFÍ mætir Skallagrími í „Fjósinu“ í Borgarnesi á morgun föstudaginn 27. nóvember kl. 19:15. Borgnesingar eru með sterkt lið og hafa unnið þrjá leiki af fimm það sem af er tímabilinu. Það má þó búast við því að KFÍ liðið fái góðan stuðning af áhorfendapöllunum í „Fjósinu“ því liðinu fylgja bæði 8. flokkur stúlkna og drengja. Liðin í 8. flokki keppa bæði á fjölliðamótum um helgina. Strákarnir í Njarðvík og stelpurnar í Hafnarfirði.

 

Við hvetjum að sjálfsögðu alla stuðningsmenn KFÍ á suðvestur horninu til að kíkja á leiki liðanna og hvetja þau áfram.

 

En það eru ekki bara útileikir framundan því B-lið KFÍ tekur á móti Gnúpverjum hér heima á Torfnesi laugardaginn 28. nóvember í 3. deild karla. B-liðið er enn ósigrað og er staðráðið í að halda sigurgöngunni áfram!  

 

Áfram KFÍ! 

Deila