Það verður mikið um að vera hjá körfuknattleiksfólki KFÍ (KKD Vestra) um helgina á útivöllum. Meistaraflokkur karla mætir Breiðabliki á útivelli í Smáranum á morgun föstudag kl. 20:00. Við hvetjum að sjálfsögðu stuðningsmenn liðsins fyrir sunnan til að mæta og styðja við strákana.
Sjöundi flokkur stúlkna, undir stjórn Nökkva Harðarsonar, mætir svo til leiks í A-riðli Íslandsmótsins en þessar efnilegu stelpur komust upp úr B-riðli á síðasta fjölliðamóti sem fram fór hér heima í nóvember. Stelpurnar eru því komnar í hóp bestu liða landsins í sínum aldursflokki og mæta Grindavík, Keflavík, Njarðvík og Stjörnunni um helgina. Leikir liðsins fara fram á laugardag og sunnudag í Mustad höllinni í Grindavík.
Deila