Pance átti stórleik í kvöld.
Craig gerði mikinn usla á Hlíðarenda sem endranær.
Segðu það bara...skottreyjurnar eru flottar!
Mat teygjur sig eftir uppkastinu.
Ánægðir KFÍ menn að leikslokum.
KFÍ landaði miklu baráttu sigri, 69-80, á móti Valsmönnum í Vodafonehöllinni nú fyrr í kvöld. Það byrjaði reyndar ekki byrlega fyrstu tvo leikhlutana því staðan í hálfleik var 36-24 fyrir Val. En Ísfirðingar hífðu upp um sig brækurnar í seinni hálfleik og jöfnuðu leikinn 53-53 í lok þriðja leikhluta. Þegar um þrjár mínútur voru eftir, í stöðunni 67-62 fyrir Val, sagði Pance Ilievski hingað og ekki lengra og setti niður þrjá þrista í röð, en hann skoraði alls 18 stig í fjórða leikhluta. KFÍ rúllaði yfir Valsmenn á lokasprettinum og enduðu með 69-80 sigri eins og fyrr segir.
Ítarlegri umfjöllun kemur seinna.