Það var grátið þegar tilkynnt var að ekkert yrði af Vestfjarðamótinu þessa helgina. Hætt var við vegna veðurs og færðar á fjallvegum.
EN unglingaráðið er alltaf með varaáætlun. Farið verður til Bolungarvíkur og haldið innanfélagsmót !! Við ætlum að byrja þar kl. 15.00 og verður gist í Bolungarvík og margt gert til að gleðja krakkana.
Við biðjum því alla foreldra og ættingja að mæta í víkina fögru og taka þátt í að gera daginn sem skemmtilegastan.
Vestfjarðamótið verður svo sett aftur á dagskrá þegar fyrsta tækifæri gefst í samráði við vini okkar á sunnaverðu vestfjörðum.
Deila