Vestri tekur á móti Breiðabliki í 1. deild karla föstudaginn 1. desember hér heima á Jakanum. Leikurinn hefst að vanda klukkan 19:15. Þetta er jafnframt síðasti heimaleikur liðsins á þessu ári og um leið síðasti leikurinn á gamla parketinu á Torfnesi en strax í næstu viku verður hafist handa við að endurnýja gólfið.
Þetta verður sannkallaður toppbaráttu leikur því Blikar sitja í örðu sæti deildarinnar og okkar menn í því fjórða. Liðin mættust snemma í haust í Kópavogi og þá höfðu Blikar betur. Vestri er þó enn ósigraður á heimavelli ætla strákarnir að sjálfsögðu að halda því þannig. Til að það sé tryggt þarf þó góðan stuðning áhorfenda og hvetjum við alla til að mæta á Jakann og styðja strákana.
Að sjálfsögðu verður boðið upp á grillaða hamborgara á 1.000 kr plús gos og leikurinn verður í beinni útsendingu á Jakinn-TV.
Áfram Vestri!
Deila