Í dag hófu liðsmenn úr drengjaflokki Kkd. Vestra keppni á Scania Cup mótinu, sem fram fer í Södertalje í Svíþjóð um páskahelgina. Tveir leikir voru á dagskrá Vestramanna á fyrsta degi mótsins og vannst stór og góður sigur á finnska liðinu Rauma Basket, 102-33, en hinir sænsku AIK Basket komu sterkari til leiks og lönduðu sigri, 74-53.
Vestri og Snæfell tefla fram sameiginlegu liði undir merkjum Vestra og koma fjórir úr liði Snæfells en sex úr röðum Vestra. Þjálfari liðsins er Nebojsa Knezevic.
Scania Cup er eitt stærsta boðsmót félagsliða sem haldið er á Norðurlöndunum og er þetta annað árið í röð sem Vestramenn taka þátt í mótinu. Keppt er í aldurshópum frá 2000-2007 og í ár eru lið frá sex íslenskum félögum skráð til leiks: Vestra Tindastóli, Fjölni, Stjörnuninni, KR og ÍR. Mótinu lýkur á mánudag.
Deila