Fréttir

Vestri mætir Álftanesi á Torfnesi

Körfubolti | 23.01.2020
Vestri mætir Álftanesi í 1. deild karla.
Vestri mætir Álftanesi í 1. deild karla.

Loksins er komið að fyrsta heimaleik Vestra á nýju ári þegar Álftanes kemur í heimsókn og mætir Vestra í 1. deild karla í íþróttahúsinu á Torfnesi kl. 19:15, föstudaginn 24. janúar.

Í risjóttri tíð undanfarinna vikna hefur gengið erfiðlega að halda leikjaskipulagi Íslandsmótsins gangandi en tveimiur síðustu heimaleikjum hefur verið frestað. Að leik liðanna loknum fer svo fram leikur B-liða þeirra í 3. deild og hefst hann strax að leik loknum. Einnig er rétt að minna á að eftir 1. deildar leikinn verður „Eftirleikur“ á Edinborg Bistro á sínum stað og hvetjum við alla stuðningsmenn til að mæta.

Álftnesingar hafa spilað vel á köflum í vetur og sitja í 5. sæti deildarinnar aðeins tveimur stigum á eftir Vestra sem er í 4. sæti. Liðin mættust í hörku leik í haust í Forsetahöllinni á Álftanesi og þá höfðu Vestramenn betur.

Grillið verður orðið heitt upp úr 18:30 með ljúffengum Vestraborgurum að vanda.

Deila