Vestri tekur á móti Fjölni á Jakanum, föstudaginn 8. febrúar kl. 19:15. Bæði lið eru í harðri baráttu í efri hluta deildarinnar. Fjölnir er í öðru sæti með 22 stig en Vestri í því fjórða með 18 stig. Þetta er því mikilvægur leikur sem gæti haft áhrif á heimavallarréttinn í úrslitakeppninni. Þetta er einnig síðasti heimaleikurinn í bili því við tekur þriggja leikja útivallatörn hjá strákunum gegn Selfossi og Hetti. Strákarnir þurfa á öllum stuðningi að halda á föstudaginn og hvetjum við Ísfirðinga og nærsveitarmenn til að fjölmenna á Jakann.
Grillmeistarar Vestra verða að sjálfsögðu með hamborgarana klára hálftíma fyrir leik. Sama gamla góða lága verðið 1.000 kr. fyrir hamborgara og gos auk þess sem sérstakt fjölskyldutilboð er í boði 4 borgarar + gos á litlar 3.000 kr.
Stuðningsfólk Vestra sem ekki er statt á norðanverðum Vestfjörðum getur sem fyrr fylgst með leiknum í beinni útsendingu á Jakinn-TV.
Áfram Vestri!
Deila