Fréttir

Vestri mætir Val á Jakanum

Körfubolti | 17.11.2016

Meistaraflokkur Vestra tekur á móti Valsmönnum hér heima á morgun föstudaginn 18. nóvember klukkan 19:15 í 1. deild karla í körfubolta. Við minnum á að strax að leik loknum verður Getraunaleik Vestra ýtt úr vör í Skúrnum við Húsið.

Vestramenn unnu góðan sigur á Ármanni í síðustu umferð á útivelli 105-70. Valsmenn hafa verið á mikilli siglingu undanfarið og unnu góðan sigur á toppliði deildarinnar Hetti í síðustu umferð.

Hinir rómuðu grilluðu hamborgarar verða á sínum stað fyrir leik og því um að gera að sleppa allri eldamennsku. Sjoppa Barna- og unglingaráðs verður svo að sjálfsögðu með kræsingar á boðstólnum.

Þess má svo geta að Jakinn-TV hefur aftur hafið göngu sína og mun sýna frá leiknum í beinni útsendingu.

Áfram Vestri!

Deila