Fréttir

Vestri tekur á móti Blikum

Körfubolti | 21.11.2016

Meistaraflokkur karla í körfubolta tekur á móti Breiðabliki í 1. Deild karla í kvöld. Leikurinn fer fram hér heima á Jakanum og hefst klukkan 19:15.

Beiðablik situr sem stendur í fjórða sæti deildarinnar með fimm sigra og þrjú töp. Vestri er í sjöunda sæti með tvo sigra og sex töp. Liðin mættust í fyrstu umferð deildarinnar á heimavelli Blika og þá höfðu Blikar betur 86-72.

Boðið verður upp á grillaða hamborgara fyrir leik fyrir svanga gesti á aðeins 1.000 kr.

Jakinn-TV verður með beina útsendingu frá leiknum.

Áfram Vestri!

Deila