Uppskeruhátíð yngri flokka var haldin fimmtudaginn 21. maí og tókst með miklum ágætum. Allir iðkendur félagsins fóru heim með góðar umsagnir frá þjálfurunum sínum í farteskinu ásamt gjafabréf á ís með dýfu í Hamraborg. Við þökkum öllum þessum krökkum fyrir gott og skemmtilegt samstarf í vetur og hlökkum til að hittast á ný í haust. Gleðilegt sumar!
Styrktaraðilar Uppskeruhátíðarinnar fá sérstakar þakkir fyrir góðan hug og velvilja í garð félagsins en það eru Bakarinn, Umboðssala Hafsteins, Hamraborg og Bæjarins Bestu.
Deila