Fréttir

Við heitum Ari Gylfason og Kristján Pétur Andrésson

Körfubolti | 22.01.2012
Ari og Kristján Pétur voru kátir
Ari og Kristján Pétur voru kátir
1 af 9

Fallbyssurnar voru heldur betur mundaðar í kvöld og náðu að sprengja hveradrengina frá Hamar. Það var alveg sama hvaðan skotið var fyrir utan þriggja stiga línunar, öll skot rifu netmöskvana og þegar upp var staðið skoruðu Ísdrengirnir 57 stig fyrir utan landamærin, og voru þeir Kristján Pétur og Ari Gylfason með sannkallaða skotsýningu og settu samtals 15 stykki og voru með frábæta nýtingu (Ari 54% og Kristján 64%) og Craig var rétt á eftir með 50% nýtingu (2/4). Lokatölur í hreint út sagt frábærum leik okkar drengja 104-69.

 

Það vað rétt í byrjun sem Hamar stóð í okkur en það stóð ekki lengi og eftir fyrsta leikhluta var staðan 24-19.  En í öðrum leikhluta small allt saman hjá KFÍ á meðan lítið sem ekkert gékk eftir hjá Hamar og var Louie Kirkman sá eini sem var með rænu og sótti hart að körfunni og Halldór átti ágætis spretti sem og Bjartmar, en reynsluboltarnir þeir Lalli og Svavar voru týndir í þessari orusstu og munar um minna. Ragnar náði sér heldur ekki á strik, en fékk heldur engan frið til þess að athafna sig . Hálfleikstölur voru 52-35 og drengirnir frá Hamri langt frá sínu besta.

 

Ekki tók betra við í þeim þriðja þar sem okkar strákar fóru hamförum og spiluðu frábæra vörn og þegar haldið var í fjórða og síðasta leikhlutann var staðan orðin 89-53. 

 

Eftirleikurinn var auðveldur og lokastaðan 104-69 og KFÍ komið í fjögurra liða úrslit Poweradebikarkeppinnar.

 

Það var rífandi stuð á Jakanum í kvöld og frábær stemming hjá Ísfólkinu okkar sem hefur nú sem svo oft áður verið okkar prímusmótor. Þökkum við kærlega fyrir stuðninginn, Án ykkar værum við ekki í þessum sporum.

 

Stig KFÍ. Kristján Pétur 27 (7/11 í þriggja), Ari Gylfa 26 (8/15 í þriggja), Craig 18, 11 fráköst, 6 stoðir og 4 stolna. Chris 13 stig, 14 fráköst og 2 varin. Edin 10 stig, Hlynur 7 stig, 4 stoðir. Leó 3 stig.

 

Liðsheildin var frábær og hvöttu strákarnir hvorn annan óspart. Vörnin var þétt og sóknin eins og dýrasta silki. Sem sagt ískaldur og hressandi dagur á Jakanum 

 

Myndir frá leiknum tók Halldór Sveinbjörnsson.

 

Hérna er brot frá leik KFÍ og Hamar fyrir þá sem misstu af honum í boði Fjölnis Baldurssonar og KFÍ-TV.

 

Áfram KFÍ.

Deila