Fréttir

Viðtal við nýráðin yfirþjálfara KFÍ

Körfubolti | 02.06.2010
B.J Aldridge í sumarskapi
B.J Aldridge í sumarskapi
B.J Aldridge er nýráðin þjálfari KFÍ og er hér á Ísafirði í heimsókn til að stilla strengina fyrir komandi átök í Iceland Express deildinni. Fréttaritari KFÍ.is settist niður með honum á kaffihúsi og tók við hann viðtal um hann og hvað koma skal.

Hvaðan kemur svo kappinn ?
Ég er borinn og barnfæddur í Erlanger Kentucky. Faðir mín er Bob, móðir mín Mary Lou og systir mín heitir Christy, hún er gift og ég á tvo æðislega litla frændur, Jonah og Sawyer

Hvenær byrjaðir þú í körfu ?
Það má segja að ég hafi verið á körfuboltavellinum frá því ég var 3 ára gamall og byrjaði að spila 5 ára með föður mínum.

Hvenær byrjaði svo þjálfaraferillinn ?
Ég byrjaði ferilinn minn árið 2005 sem aðstoðarþjálfari hjá Ryle High School í Kentucky, og var ferillinn okkar 19-2. Þegar þarna var komið var ég heppinn að fá tækifæri á að verða aðstoðarþjálfari í Georgetown College í Kentucky. Mitt hlutverk var að fá leikmenn í skólann, fylgjast með leikmönnum, leggja upp æfingar og fara yfir leiki á DVD og "brjóta leikina niður" (film breakdown) Þau tvö ár sem ég var þarna var ferillinn okkar 59-19 og náðum alveg í "sweet sixteen"

Næsta  verkefni mitt var að sjá um að vinna að eiginlega öllum þáttum hjá Thomas Moore College. Ég sá um að fá leikmenn til skólans, skipuleggja æfingabúðir og var framkvæmdarstjóri körfuboltabúða hjá skólanum, skipuleggja einstaklingsæfingar, hjálpa leikmenn við nám og sá um fjáraflanir. Við enduðum 11-16 en skólinn var 3-22 árið áður en ég kom þangað.

Þegar þarna var komið þáði ég stöðu sem aðstoðarþjálfari og að sjá um að finna leikmenn fyrir hjá Rockford College. Þar var mitt hlutverk það sama og þegar ég var hjá Thomas Moore. Þarna enduðum við 17-11, en árið áður endaði skólinn 1-26.
Og núna áður en ég þáði þjálfarastöðuna hjá KFÍ var ég í sama starfi hjá Ashland University og þar enduðum við 13-15 en árið áður voru þeir 10-18.

Hvaða eiginleika leitar þú eftir hjá leikmönnum ?

Þegar ég horfi á leikmenn eru nokkur atriði sem ég leita eftir. Í fyrsta lagi hversu mikið þeir eru til í að leggja á sig til að spila körfubolta. Næst er það hvort þeir séu góðir í að fylgja eftir fyrirmælum þjálfara. Í þriðja lagi hvort leikmenn eru góðir félagar, geta unnið saman sem heild og meðtekið fyrirmæli. Ég vil að þeir séu fljótir að tileinka sér stefnu sem sett er fyrir þá. Þá er sérstaklega mikilvægt að skilningur þeirra á leiknum sé góður. Ég fer líka fram á að mínir leikmenn séu andlega og líkamlega tilbúnir í slaginn. Leikmenn mínir verða að vera með góða fótavinnu og verða að vera tilbúnir í mikla vinnu ! Ég er ekki tilbúinn að endurtaka hlutina oft og fer fram á að aginn sé mikill innan og utan vallar.

Hvernig var síðasta tímabil hjá þér ?
Síðasta tímabil var mikil reynsla fyrir mig. Ég fékk tækifæri á að vinna með einum besta vini mínum John Ellenwood. Hann er frábær þjálfari með góða yfirsýn yfir körfuboltann. Ég á honum mikið að þakka þegar kemur að þjálfaraferli mínum. Einnig vann ég með Jared Ronai og Ben Gunn. Báðir þessir strákar eru með mikla reynslu að körfuboltaþjálfun. Þessi vetur var einnig frábær þar sem við spiluðum í frábærri deild. Í mínum huga er þetta ein erfiðasta deild í BNA. Við vorum með frábæran hóp af strákum og heimavistin var mögnuð. Þessi reynsla mín mun hjálpa mér mikið við að undirbúa ævintýri mín hér í KFÍ !


Hvert sækir þú fræðin í körfuboltanum ?

Það er einfalt. John Wooden einn af bestu þjálfurum allra tíma sagði eitt sinn "Make everyday your masterpiece" Þetta er mín sýn. Ég einfaldlega vill gefa allt mitt í körfuna og njóta augnabliksins, en á sama tíma sýna fram á hvað körfuboltinn getur verið einfaldur og skemmtilegur. Ég nýt þess að þjálfa og vill sýna leikmönnum hvernig hægt er að gera körfuboltann part af lífinu án þess að verða íþyngjandi. En minn leikur snýst um að reyna stjórna leiknum bæði í vörn og sókn. Og ég vil að mínir leikmenn séu sneggri að taka ákvarðanir en andstæðingurinn.

 

Hvernig setur þú upp liðið í vetur ?

Liðið mitt mun spila fast og mun ekki lúta í gras varðandi dugnað og verðum í góðu líkamlegu ástandi fyrir veturinn. Ég mun leggja mikia áherslu á liðsbolta og það er klárt mál að við vinnum og töpum leikjum sem ein eining. Við munum setja pressu á öll lið því við verðum alltaf "litla liðið" en ekki þar með sagt að við gefum einhverjum sigur á silfurfati. Og ég mun sameina leikaðferð sem tekur mið af evrópskum og amerískum körfubolta.
 

Hvaða álit hefur þú á "run and gun" bolta ?

"Run and gun" bolti getur verið mjög hentugur ef þú hefur mannskapinn í það. Fyrrum þjálfari University of Kentucky Rick Pitino notaði þessa aðferð mikið. Lið hans  vann titttla með þessari aðferð. Mér líkar við "conseptið" að koma boltanum fljótt upp völlinn en með kerfisbundnu leikskipulagi þó. Þessa aðferð er hægt að nota gegn vissum varnarafbrigðum en er alltaf mat manna hverju sinni og fer alltaf eftir þeim mannskap sem eru til staðar. En eins og ég sagði fyrr þá fer þetta eftir mannskap og andstæðing.

Af hverju KFÍ ?

Ég held að helsta ástæða fyrir því að ég er hér er að þetta er krefjandi verkefni. Ég var mjög hrifinn af hugmyndinni að taka við prógraminu hér og gera KFÍ að verðugum andstæðing í efstu deild. Ég hef mikla trú á að hér sé hægt að gera góða hluti og að þetta verkefni sé verðugt fyrir mig og leikmenn KFÍ. Ég er kominn hér til að gera mig og mitt lið betra ! Þetta er krefjandi, en um leið mjög spennandi og skref til að gera mig þroskaðri sem þjálfara og einstakling.

Hvernig líst þér á Ísafjarðarbæ ?
Nú er ég búinn að vera hér í tvo daga og get sagt að þetta er staðurinn fyrir mig. Allir hér eru mjög indælir og hjálpsamir og Ísafjarðarbær og nágrenni er gríðarlega fallegur staður. Ég hef alltaf dreymt að búa við sjóinn og fjöllin eru einfaldlega bónus. Ég hef tekið ótal myndir til þess að geta sent heim, því það trúir mér enginn hvernig aðstæður eru :)

Hver eru markmiðin fyrir veturinn ?

Markmið mín eru að byggja á liðinu sem var hér í vetur og taka liðið á næsta stall. Ég vil að liðið haldi sér í efstu deild, en fer samt fram á að allir hugsi hærra, enda er það alltaf markmið allra að verða betri í dag en í gær.

Og svo er hér ein klassísk ,,How do you like Iceland"
Ég er blessaður af Guði að fá svona tækifæri og fá að vinna við það sem ég elska. Það eru margir sem fá ekki svona tækifæri og ég get ekki beðið eftir því að byrja vinnuna hér, svo ég get sagt með mikilli ákefð ,,I really like Iceland" :)

Og þar með hleypur hann út í náttúruna og kætist yfir því að klukkan sé rúmlega 23.00 og enn bjart.

Deila