Fréttir

Vinna á "Aldrei fór ég suður" hátíðinni

Körfubolti | 02.04.2012
Óðinn kallar eftir hjálp, svarið kallinu !
Óðinn kallar eftir hjálp, svarið kallinu !

Eins og undanfarin ár hefur KFÍ verið í vinnu á "Aldrei fór ég suður" og er þetta liður í fjáröflun hjá félaginu. Við viljum biðja þá sem geta hjálpað okkur við að standa vaktir að hafa samband við Óðinn Gestsson í netfangið odinn@icelandicsaga.is

 

Um er að ræða tvær vaktir frá 19.00 til 22.00 og 22.00 til 02.00 á föstudag og á laugardag og felst vinnan við matsölu og annarri sölu og þurfa þeir sem taka vaktirnar að vera komnir 15 mínútum fyrir byrjun vaktar.

 

Koma svo og hafa samband við Óðinn. ,,margar hendur vinna létt verk"

 

Áfram KFÍ

Deila