Barna- og unglingaráð KFÍ hefur ákveðið að auglýsa eftir yfirþjálfara yngri flokka félagsins sem tæki við starfinu fyrir haustbyrjun. Mikil gróska hefur verið í yngstu flokkum félagsins síðustu misseri og með ráðningu yfirþjálfara er það von félagsins að enn betur megi halda utan um þann góða grunn sem myndast hefur.
Samtals eru iðkendur yngri flokka yfir eitt hundrað og mun starfið m.a. fela í sér skipulag flokkanna, þjálfun einstakra flokka ásamt samskiptum við iðkendur, foreldra og aðra þjálfara félagsins.
Allar nánari upplýsingar um stöðuna veitir Birna Lárusdóttir, formaður barna- og unglingaráðs KFÍ í netfanginu bil@snerpa.is eða í síma 896-3367.
Deila