Þá er loksins komið að því. Yngri flokka starfið hefst fimmtudaginn 1. september. Búið er að stilla upp æfingatöflu.
Okkur er það mikið gleðiefni að meginþorri þjálfara okkar eru útskrifaðir íþróttakennarar og er það mikið gleðiefni fyrir félagið sem hefur sett sér þau markmið í langan tíma að hafa sem flesta þjálfara á vegum félagsins menntaða. Yfirþjálfari KFÍ er Pétur Már Sigurðsson og er hann á fullu þessa dagana að setja saman stefnu fyrir þjálfara KFÍ.
Nóg er á dagskrá hjá flokkum okkar og er keppnisdagatal KKÍ að taka á sig mynd og mun verða birt hér fljótlega. Unnið er að því að senda tölvupóst á alla foreldra til að koma á tengslum við forráðamenn og hvetjum við alla til að senda spurningar til baka um hvað sem ykkur dettur í hug sem varðar starfsemi og annað tengt félaginu.
Áfram KFÍ
Deila