Fréttir

Æfingabúðir

Sund | 08.04.2010 Sæl öll.

Eins og flest ykkar vita var stefnan tekin á æfingabúðir að Laugum þann 16.-18. apríl. Nú hafa hins vegar önnur félög dregið þátttöku sína tilbaka i ferðina.
Hins vegar hafa Grindvíkingar tekið málin í sínar hendur og bjóða nú upp á æfingabúðir viku síðar eða 23.-25. apríl í Grindavík.
Þangað hafa fleiri lið tilkynnt þátttöku sína.
Þessar æfingabúðir verða ekki með hefðbundnu sniði heldur er ætlunin að hafa þetta maraþon-sundæfingu sem verður í gangi alla helgina jafnt nótt sem dag. Mun krökkunum verða skipt niður í hópa og einungis elstu krakkarnir synda yfir nóttina. Á milli þess sem þau synda er ætlunin að brjóta svolítið upp daginn og hafa það svolítið skemmtilegt og fara í ferðir í nágrenninu með rútu og skoða sig um. Dagskráin í þessar ferðir er ekki endanlega komin á hreint en munum við senda upplýsingar um hana um leið og hún verður tilbúin.

Gert er ráð fyrir að farið verði með rútu á föstudagsmorgni (sem er frídagur í skólanum) kl 08 og komið heim á sunnudagskvöldi.
Mun Grindavík bjóða upp á matseld í þessari ferð og gist verður í skóla. Þessi ferð er ætluð öllum krökkum 10 ára og eldri.

Við erum mjög spennt fyrir þessari ferð sérstaklega í ljósi þess að gott samstarf hefur náðst við bæði Grindavík og Breiðablik. Hafa þessi félög m.a. farið saman í æfingarferð til Spánar og verið margoft saman í æfingabúðum og á mótum, það er til mikils að vinna að halda þessu samstarfi áfram.

Tekin var ákvörðun á aðalfundi félagsins þann 30. mars sl. að setja á óafturkræft staðfestingargjald í ferðir á vegum félagsins. Þar verða foreldrar að staðfesta þátttöku í ferðir og greiða óafturkræft staðfestingargjald. Þetta er gert til að auðvelda skipulagningu ferða þ.e. að vitað sé með einhverjum fyrirvara hversu margir fari í ferðirnar.

Því óskum við eftir svari um þátttöku ykkar barns í þessa ferð sem fyrst og í allra síðasta lagi þann 14. apríl næstkomandi til þjálfara eða til Þuríðar á turidurkatrin@hotmail.com eða til Rögnu gjaldkera í síma 865-5710. Staðfestingargjald  5000kr greiðist inn á reikning félagsins:
reikningsnúmer:
0556-26-282
kennitala:
430392-2399

Við óskum eftir fararstjórum í ferðina og bendum á að ekki þarf að sjá um matseld í þetta sinn að frátöldu einhverju léttmeti á bakkanum.
Áhugasamir geta haft samband við Rögnu í síma 865-5710

Annað sem er á dagskrá framundan hjá félaginu má nefna m.a:

ÍRB-mót í Keflavík 14.-16.maí (allir 10 ára og eldri)
AMÍ í Hafnarfirði 14.-17.júní (lágmarkamót)

Dósasöfnun 4. maí
Kökulína 11.-13. maí

Kv
Stjórn Vestra
Deila