Fréttir

Búningamál HSV

Sund | 14.07.2011

Utanyfirgallar og fatnaður íþróttafélaganna

Breytingar verða nú á íþróttafatnaði íþróttafélaga í Ísafjarðarbæ að öll íþróttafélög hafa sameinast um einn utanyfirgalla/íþróttagalla. Hér eftir verður því nóg fyrir iðkanda að kaupa einn galla þó svo hann sé í fleiri en einni íþróttagrein.  Ekki er um keppnisbúninga að ræða.  Fatnaðurinn er frá Hummel og verður merktur með logo HSV framan á og aftan á merktir HSV og Ísafjarðarbæ eða Súðavík, ekki er gert ráð fyrir öðrum merkingum á gallana en félög geta merkt annan fatnað s.s. boli og peysur.  Tvær gerðir af íþróttagalla verða í boði, þessi venjulegi galli sem allir þekkja og svo úr léttara efni „micro“. 

Einnig verður möguleiki fyrir félög/iðkendur að kaupa annan fatnað í þessari línu frá Hummel s.s. kvartbuxur, boli, regnjakka og peysur.

Með þessu bréfi er óskað eftir því við félögin að þau kynni þessa ákvörðun til iðkenda sinna, foreldra og forráðamanna.  Mjög áríðandi er að við kynnum þetta vel svo það gangi vel fyrir sig að koma öllum í eins galla.

Verslunin Leggur og Skel mun sjá um að taka niður pantanir og sjá um að panta.  Vinsamlegast tilkynnið ykkar iðkendum að fara í Legg og Skel og fá að máta þar og panta.  Hægt er að máta gallana í búðinni.  Allan annan fatnað en galla sem íþróttafélögin vilja taka er hægt að panta í Legg og Skel.

Framvegis verður svo hægt að fá gallana hjá Legg og Skel.

Verð fatnaðarins er hér fyrir neðan.  Verð eru án kostnaðar við merkingu.  En gert er ráð fyrir að merkingar munu kosta á bilinu 400-600 kr/pr galli.  Fer eftir heildarfjölda.

 

Börn

Fullorðnir

Gallar

6350

7150

Léttir gallar

7950

8950

Kvartbuxur

3950

3950

Regnjakki

7950

9490

 

Deila