Sigrún Brá Sverrisdóttir bætti eigið Íslandsmet nú rétt áðan í 200 metra skriðsundi þegar hún fór sundið á 1:59,45, en gamla metið var 2:01,55. Þessi árangur skilaði henni í 23 sæti af 41. Þetta er mikill persónulegur sigur fyrir Sigrúnu að komast í gegnum þennan tveggja mínútna múr. Sigrún er því fyrsta og eina Íslenska sundkona sem hefur synt 200m á skemmri tíma er 2 mín.
Hálftíma áður bætti hún sinn persónulega tíma í 50 metra skriðsundi og synti á 26.33 og lenti í 51 sæti af 55. Íslandsmet Ragnheiðar Ragnarsdóttur í greininni er 25,30 sekúndur.
Til hamingju með þetta Sigrún Brá. Hrafnhildur stóð sig einnig vel og setti t.a.m stúlknamet í 100m bringusundi.
Sjá nánar á www.sundsamband.is