Sund | 07.09.2010
ÍSÍ hefur nú gefið út tvo nýja
fræðslubæklinga. Annars vegar er um að ræða bæklinginn „Íþróttir –
félagslega hliðin“ og hins vegar bæklinginn „Íþróttir – foreldrar og
börn“. Fyrrnefndi bæklingurinn fjallar um mikilvægi félagslegu hliðar
íþróttastarfsins og hinn síðarnefndi um hlutverk foreldra hvað snertir
íþróttaiðkun barna. Bæklingunum er ekki ætlað að vera tæmandi upplýsingar
um efnið heldur leiðbeinandi þáttur sem vonandi leiðir til frekari umræðu um
mikilvægi efnisins. Bæklingarnir verða gefnir út í netútgáfu til að byrja
með og má nálgast þá á heimasíðu ÍSÍ.
Hvet alla til að kíkja á vefinn og kynna sér málið. Deila