Sund | 24.11.2009
Jæja þá er ÍM-25 lokið og hægt er að segja að sundfólkið okkar hafi staðið sig hreint frábærlega. Óhætt er að fullyrða að við eigum framtíðarsundfólk í okkar röðum og vil ég hvetja ykkur krakkar áfram á sömu braut. Við eru öll að fylgjast með ykkur og tökum vel eftir því sem að þið gerið. Við erum afar stolt af ykkur og megið þið vita að þið eruð til fyrirmyndar hvort sem það er ofaní lauginni eða á bakkanum.
Hér er umfjöllun BB af Vestrafélögun og árnagri Elenu Dísar:
Elena Dís var nálægt Íslandsmeti
Gullhópur
Sundfélagsins Vestra á Ísafirði stóð sig vel á Íslandsmeistaramóti í
sundi í 25 metra laug sem haldið var um helgina. Bestum árangri náði
hin þrettán ára gamla Elena Dís Víðisdóttir sem hafnaði í 6. sæti í 50
metra skriðsundi. Hún synti á tímanum 27:93 sem er skammt frá
Íslandsmeti telpna (14. ára og yngri) og er hún því komin í hóp
hröðustu skriðsundskvenna landsins að sögn Benedikts Sigurðssonar,
yfirþjálfara Vestra. „Hún er klárlega gríðarlegt efni í bæði landsliðs
og Ólympíufara í framtíðinni ef fer sem horfir,“ segir Benedikt. Anna
María Stefánsdóttir komst einnig í úrslit í 50m bringu en sund hennar
var ógilt í úrslitu
Tekið af bb.isEn við fylgjumst einnig með gömlum "Vestra" púkum og getum sagt frá því að Bragi Vestrapúki gerði það gott á ÍM um helgina og varð þriðji íslendingurinn til þess að ná þeim árangri að synda 50m skriðsund undir 23. sekúndum. Við látum hér frétt fylgja með af BB:
Bragi fer til Færeyja
Ísfirski sundkappinn
Bragi Þorsteinsson er meðal sextán íslenskra sundmanna sem halda til
Færeyja undir lok vikunnar. Þar spreyta þeir sig í keppni við heimamenn
í Þórshöfn um næstu helgi. Mótið er hluti af samvinnu Sundsambands
Íslands og Færeyja sem áhugi hefur verið að auka. Jakob Jóhann
Sveinsson er þrefaldur Íslandsmeistari í bringusundi og einn fremsti
bringusundsmaður Norðurlanda um þessar mundir. „Aðrir keppendur Íslands
koma úr hópi yngri og efnilegri sundmanna landsins. Þó er enginn úr
þeim hópi sem tekur þátt í Norðurlandameistaramóti unglinga í byrjun
desember né úr hópnum heldur á Evrópumeistaramótið í 25 m laug sem
haldið verður í Istanbúl um miðjan desember,“ segir á mbl.is.
Bragi
vakti snemma athygli sem einn af efnilegustu sundköppum Vestra á
Ísafirði en hann fluttist burt til að geta náð enn betri árangri í
íþróttinni. Hann æfir nú hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar.
Tekið af bb.is
Deila