Fréttir

Fréttir af sundfólkinu okkar

Sund | 08.12.2009 Alltaf er gaman að fylgjast með sundfólkinu okkar og hvað þeim gengur vel.
Set hér inn frétt af bb.is af þríþrautarfólki

Rakel og Guðmundur sigruðu í inniþríþraut
Rakel Þorbjörnsdóttir og Guðmundur Elí Þórðarson sigruðu í inniþríþraut sem haldin var á vegum íþróttahópsins Þrír-Vest og líkamsræktarstöðvarinnar Stúdíó Dan um helgina. Þátttakendur voru á aldrinum 13-18 ára og mættu sex til leiks. Syntir voru 400 metrar í Sundhöll Ísafjarðar og síðan hjólaðir 10 km á þrekhjólum í Stúdíó Dan. Strax að því loknu varfarið beint á hlaupabrettið þar sem hlaupnir voru 2,5 km. Töluverður fjöldi fólks koma og fylgdist með keppninni sem þótti heppnast afar vel. Stefnan er að halda aðra keppni í mars eða apríl og gera hana stærri og mun meira áberandi að sögn Benedikts Sigurðssonar, skipuleggjenda keppninnar. „Við viljum sérstaklega þakka Stúdíó Dan fyrir samvinnuna og vinninga og Egils fyrir drykki fyrir keppendur," segir Benedikt. Úrslit þrautarinnar er að finna á vef Vasa2000 hópsins.

tekið af bb.is Deila