Fréttir

Fundargerð af foreldrafundi 5.3.2015

Sund | 08.03.2015 Fundargerð af forledrafundi sem hanldinn var í kjallara Sundhallarinnar við Austurveg þann 5. mars 2105 kl.19:00.

Sameining Íþróttafélaga á svæðinu

Á stjórnarfundi Vestra í s.l. viku var samróma kosið um að Vestri skuli taka þátt í stofnun nýs fjölgreina Íþróttafélags með sameiningu íþróttafélaga á svæðinu. Kynntir voru helstu þættir sem felast í slíkri sameiningu og hver ávinningur Vestra getur verið að henni.
Fundargestir tóku í sama streng þar sem rætt var lauslega hvernig nýtt félag verður uppbyggt, en þar mun Sundfélagið halda sínu sjálfstæði en fá stuðning og aðhald frá yfirstjórn svo dæmi sé tekið. 
Vestri mun senda frá sér fulltrúa til að taka þátt í sameiningarferlinu en áætlað er að stofnun nýs félags verði á vordögum 2015.

Nýtt fyrirkomulag varðandi fararstjóra og keppendur á sundmótum.

Nýt fyrirkomulag á því hvernig foreldrar og forráðamenn geta komið upplýsingum varðandi keppendur til skila fyrir keppnisferðalög.
Þar sem það á við þurfa foreldrar eða forráðamenn að skila inn umsögn eða skýrslu fyrir ferðir ef börn þurfa sérstaka ummönnun eða aðstoð. Þetta getur verið allt frá því að þurfa að vera sérstkalega minntur á að taka með sér sundföt á keppnisstað, muna að bursta tennurnar, senda mömmu koss með sms áður en farið er að sofa, sjá til þessað lyf séu tekin á réttum tíma eða hvað sem er. Ekkert er of smátt til þess að látið sé vita af því. 
Þessar upplýsingar þurfa að berast annað hvort skriflega eða rafrænt á yfirþjálfara eða formann. Upplýsingar sem þessar verða ekki geymdar milli ferða og verður því að senda inn fyrir hverja ferð.
Að auki er í gangi vinna við að skippuleggja ramma eða leiðbeiningar fyrir fararstjóra þar sem að hlutverk þeirra í keppnis- og æfingarferðum verða skilgreind og geta þá foreldrar séð betur hvort einhvers sérstaks undirbúings er þörf fyrir krakkana sem eru að fara.
Þessar leiðbeiningar verða síðan settar inná heimasíðuna.

Mætingarverðlaun


Nú verða tekin upp mánaðarleg mætingarverðlaun fyrir bæði Gull- og Silfurhóp. Verðlaun verða veitt fyrri tvo stigahæstu einstaklingana og eru stigin eftirfarandi:
Mæting = 1 stig
Seint (byrjar æfingu 10 mín yfir) = 0,5 stig
Fjarvist = 0 stig
Fjarvist tilkynnt meira en 10 mín áður en æfing hefst = 1 stig
Fjarvist tilkynnt minna en 10 mín áður en æfing hefst = 0,75 stig
Fjarvist tilkynnt eftir æfingu = 0,5 stig
Veikindi = 1 stig
Morgunæfing = 1,25 stig

Leiðir til að tilkynna fjarvistir eru með sms í síma 8668609, tolvupóstur á palljanus87@gmail.com eða skilaboð á Facebook síðuna Páll Janus Þjálfari. Ef fjarvistir eru tilkynntar munnlega er hætta á að þær gleymist eða ruglist.

Páskamót Sundfélagsins Vestra

Páskamótið verður haldið 27. mars og er fyrirkomulagið þannig að HSV skólanum verður boðið að taka þátt á mótinu og verður öllum 10 ára og yngri veitt þátttökuverðlaun. Ekki eru veittir verðlaunapeningar fyrir sundgreinarnar en keppendur vinna sér inn páskaegg. Boðið verður uppá veitingar að móti lokinu.

Þrekæfingar gullhóps

Á næstunni munum við hefja þrekæfingar hjá Gullhóp og er áætlað að hafa þær samlyggjandi æfingartímum eins og þeir eru í dag, tvisvar til þrisvar í viku.

Maraþonsund

Vestri ætlar að halda maraþonsund eftir páska þar sem að sundmenn félagins munu skiptast á að synda í sólarhring. Á tímabili mun vera opið fyrir almenning á meðan synt er og eru foreldrar kvattir til þess að leggja okkur lið á þeim tíma en þeirra metrar munu telja í heildinni. Stefnt er á að synda 75.000 metra en Vestri er einmitt 75 ára á árinu og einnig er þetta samsvarandi þeirri upphæð sem að Ísafjarðarbær lagði út í kostnað við byggingu Sundhallarinnar, 75.000 kr, og með því erum við að minna á hversu langt er síðan laugin var byggð og hversu brýn þörf er á nýrri laug.

Útlandaferð

Rætt var hvort og hvert Vestri ætti að fara í æfingarferð erlendis. Samkvæmt hefðinni er komið að henni í ár en það þarf þá að leggjast í tölverða fjáröflun þar sem ekki er mikill tími fyrir höndum. Það fóru af stað umræður á fundinum þar sem ákveðið var að senda út spuringalista á félagsmenn til að athuga hvort vilji væri fyrir ferðinni og þá fjáröflunum sem fylgja. Einnig eru uppi hugmyndir um að breyta til um áfangastað en spurt verður um það í sömu könnun.

Önnur mál

Sú hugmynd að setja inn á heimasíðu félagsins grófa æfingaráætlun svo að foreldrar geti fylgst betru með hvort mikið eða lítið álag sé á æfingum eða hvort ákveðnir áhersluþættir séu í gangi. Þetta var samþykkt og mun vera fært inn ásamt öðrum upplýsingum á heimasíðu Vestra á næstunni.


Deila