Fréttir

Fylkismót

Sund | 13.08.2010 Nú fer að styttast í minningarmót um Fylki Ágústsson. Það verður haldið laugardaginn 28. ágúst.
Þetta mót er fyrir alla iðkendur Vestra og mun stemningin verða á léttari nótunum og ekki um neitt hefðbundið sundmót að ræða. 
Við munum fá marga góða gesti til okkar og í hópi þeirra eru ,,gamlir" Vestra félagar.

Keppt verður í 50m greinum, boðsundi og 100m bringusundi en það ku hafa verið aðalgrein Fylkis. Krýndir verða Fylkismeistarar í karla- og kvennaflokki í þessari grein.

Á föstudagskvöldinu munum við eiga góða stund saman með kvöldvöku og fara yfir feril Fylkis og fá aðeins að kynnast þeim manni sem stóð að uppbyggingu félagsins á sínum tíma og hélt henni við lengi vel.

Á kvöldvökunni langar okkur til að biðla til foreldra um að hvert barn komi með veitingar af einhverju tagi með sér til að setja á hlaðborð.

Við munum lofa góðri stemningu og skemtilegheitum þessa helgi.
Nánari uppl. er varða mótið koma inn er nær dregur svo að ég hvet ykkur til að fylgjast vel með, einnig mun ég senda út tölvupóst í næstu viku.

Kv.
Stjórn Vestra Deila