Sæl öll.Deila
Grindavíkurferðin gekk mjög vel þrátt fyrir mikið álag á krakkana.
Stefnan var að aðeins eldri krakkarnir syntu á nóttunni en vegna þess
hve margireldri sundmenn duttu út á síðustu dögunum fyrir ferðina hjá
öllum liðum. Þannig að þá voru mun færri krakkar en lagt var upp með.
Sjötíu og fimm sundmenn tóku þátt í maraþonsundinu en planið gerði
ráð fyrir því að um 120-130 krakkar tækju þátt.
En krakkarnir stóðu sig mjög vel og ekkert kom uppá sem heitir.
Æfingarnar hjá yngri krökkunum voru létta tækniæfingar og
þau réðu öll vel við þær.
Stefnan er svo sú að endurtaka leikinn á næsta ári,
en með því fyrirkomulagi þó að mun meiri hvíld verði á milli
æfinga svo krakkarnir fái að njóta sín meira utan sundlaugar.
Ég vona að krökkunum hafi þótt gaman, það var allaveganna ekki annað að sjá.
kv, Benni