Sund | 22.01.2010
Jæja þá erum við farin að huga að næsta móti sem er Gullmót KR 12-14. febrúar.
Það eru Gull, og Bláir sem hafa kost á því að á þetta mót.
Við höfum áður farið á þetta mót og hefur það verið mjög skemmtilegt
þar sem m.a. boðið er upp á Super challenge í lauginni á
laugardagskvöldið. Super challenge er keppni efstu sundmanna og er
boðið upp á mikla sýningu í kringum hana, ljósasýning, þulur og
skemmtilegheit.
Bendi á slóð hjá sunddeild KR þar sem frekari upplýsingar er að finna:
http://www.kr.is/sund/gullmot_kr/
Boðið verður upp á gistingu og mat í laugalækjaskóla sem er um 2. mínútur frá lauginni.
Við óskum eftir fararstjórum í ferðina sem fyrst og bendum á að þar sem
að boðið er upp á mat í skólanum þurfa fararstjórar ekki að standa í
eldamennsku.
Áhugasamir geta gaft samband við Þuríði í síma 894-4211 eða á turidurkatrin@hotmail.com
Við ætlum að hafa þann háttinn á að börnin
borgi staðfestingagjald 5000kr ekki síðar en 3. febrúar.
Foreldrar tilkynni þáttöku til Benna eða Þuríðar
Deila