Sund | 18.11.2009
Þá er allt að komast á hreint varðandi ÍM-25
Farið verður með flugi á morgun og er mæting út á völl kl:1550 Gist verður í farfuglaheimilinu í Laugardal sem er í göngufæri við laugina. Farastjóri verður Kalli "kokkur" pabbi hans Þóris.
Ekki þarf að hafa með sér dýnur heldur bara sængur eða svefnpoka, ætlunin er að fara á lokahófið á sunnudagskvöld og eru allir skráðir sem verður bara gaman.
Heimkoma er með fyrstu vél á mánudagsmorgun. Vestri mun senda lista í skólann og fá frí fyrir krakkana.
Verð á ferðinni er 22. þúsund Aníta borgar 19. þúsund þar sem að hún fer seinna.
Vinsamlegast leggið inn á reikning 0556-26-282 kt 430392-2399
Ekki lítur sérlega vel út með veður og verðum við því að sjá til hvernig málin þróast á morgun og jafnvel hoppa upp í bíl og keyra af stað ef okkur sýnist svo, við munum setja allar upplýsingar inn varðar það á morgun ef þurfa þykir. Deila